Færsluflokkur: Bloggar
Jæja, þá er helgin afstaðin með öllu sínu nammiáti Kannski ekkert hræðilegt en það var samt nammidagur hjá mér um helgina (reyndar 2 nammidagar). Nú er að sjá hvort maður taki þessa viku eitthvað meira alvarlega !
Veit ekki með hreyfingu, erum enn á fullu við að standsetja nýja húsið, en ætla að reyna að komast í badminton í kvöld. Samt fullt af kvefi og hæsi, þarf að sjá hvernig heilsan verður
Mín tala frá því síðasta föstudag er enn ekki komin inn undir Lífstíl, treysti á að því verði bjargað sem fyrst
Svo bíð ég enn eftir að heyra frá hinum gellunum í átakinu.......
Bloggar | 22.10.2007 | 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En samt er ég ekki með hatt. Allaveganna, ég bloggaði í vikunni en það fór óvart á mitt blogg, ekki þetta
En, ég hef ekki verið að standa mig og það sést á viktinni. Samt gott að heyra að öðrum gengur vel, það er smá spark fyrir mann og hvetur mann áfram og það er það sem þarf.
Við setjum inn tölur dagsins fljótlega
Bloggar | 19.10.2007 | 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
úff... Þetta var nú meira helgin hjá mér. Ekki meira né minna en þrjú afmæli!! Og átið eftir því
Og næsta helgi verður ekkert betri hjá mér. Brúðkaup á laugardeginum og svo held ég upp á afmæli hjá dóttir minni á sunnudeginum. Vonandi klárast allar kökurnar og enginn afgangur sem maður verður að éta fram eftir vikunni.
Annars er svo stór dagur á föstudaginn. Þá er viktunin okkar fræga og ath þyngd og fituprósenta í Boot camp. Verður spennandi að sjá árangurinn á 6 vikum. :)
Lindubuff þú hefur bara verið í hálfgerðum Boot camp í hópeflinu híhí
Bloggar | 16.10.2007 | 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er helgin afstaðin og jú jú, ég borðaði helling af nammi, samt kannski ekkert svo hræðilega mikið. Tók minn nammidag á laugardag, verst að aðrir dagar eru líka pínu nammidagar hjá mér
Reyndar var smá óvænt hreyfing á föstudag. Fór í hópefli og þar var farið í adrenalín garðinn á Nesjavöllum og þurfti maður að taka aðeins á því í með því að klifra upp á straur, grípa þunga vinnufélaga og fleira þess háttar. Er enn með harðsprerrur í handleggjunum eftir þetta, samt ekki mikil brennsla svo sem.
En annars gengur þetta bara sinn vanagang, nú verður maður bara að bíða og sjá hvort viktin verði manni hliðhollur í lok viku eða ekki.
Bloggar | 15.10.2007 | 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já ég var nú bara nokkuð ánægð með síðustu viktun 1,3 kg niður á einni viku. Getur ekki verið betra. Nú er bara að halda réttu striki áfram þó svo að það fari nú ekki svona mikið niður á einni viku haha. En lágmark 500g á viku þá er ég mjög sátt :)
Í dag er nammidagur og búin að fara í afmæli og svo er reyndar afmæli aftur á morgun. Ætla passa mig að borða bara léttan mat fyrir og eftir afmælið. Þannig að kaloríurnar verði nú ekki of miklar...
Boot camp í gær og þar var sko tekið á því. Frábær æfing!
Bloggar | 13.10.2007 | 21:12 (breytt kl. 21:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, allar búnar að stíga á vikt í morgun og árangurinn eitthvað farin að láta á sjá, en mismikið svo sem eftir dugnaði
Við þurfum að setja inn nýja síðu með töflu þar sem tölurnar koma fram, ég veit ekki hvort ég hafi aðgang að því að gera það svo ég læt þetta í hendurnar á kókosbollunni. En svona er samt staðan í dag:
5. okt 12.okt
Tobleron 79,2 79,2
Kókosbolla 80,2 78,9
Lindubuff 69,2 68,5
M&M 101,9 100,3
Svo höldum bara áfram að vera duglegar stelpur
Bloggar | 12.10.2007 | 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
úff.. hef ekki haft tíma til að kíkja hér inn nýlega, búið að vera mikið að gera en ég hef reynt að halda mér réttum megin í mataræðinu.
Nú er vigtun á morgun en ég er nú bara spennt að sjá hvað talan sýnir
Það ætti nú eitthvað að vera farið, hef reynt að standa mig vel þó svo ég sé búin að fara í saumó og svona...
Lindubuff ég skil ekki að þú skulur ekki vera þyngri en þú ert !
Jæja ég er farin að sofa, vigtun í fyrramálið svo Boot camp
Bloggar | 12.10.2007 | 00:26 (breytt kl. 00:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, hér kemur sagan mín. Í gær byrjaði ég á því að koma við í bakarí á leið í vinnu. Keypti mér ostaslaufu, heilhveitihorn, múnsnúð og trópí. Þetta var hugsað sem sameiginleg máltíð fyrir morgun og hádegi þar sem ég vissi að ég myndi ekki ná hádegismat út af jarðaför sem ég þurfti að syngja í.
Allt í góðu, þetta rann ljúft niður og dagurinn leið. Ég sótti yngsta afkvæmið á leikskólann kl 14 og fór heim. Var þá aðeins að byrja að vera svöng og fékk mér 2 hauskex með smjörva og kókglas. Svo þegar það fór að nálgast kvöldmat eða um 17:30 var ég orðin það svöng að ég ákvað að hita mér eina margarítu ömmupizzu og borðaði hana með smá hjálp þeirra barna sem voru heima (og smá suðusúkkulaði í eftirmat
)
En þá kemur að tilgangi sögunnar. Ég borðaði sem sagt snemma, fór svo í badminton kl 21 og kom heim rúmlega 22 og var þá að sjálfsögðu orðin pínu svöng. Og kallinn sat heima og var að háma í sig nóakroppi og vá ! Ég stóðst ekki mátið, náði mér í nóakropp í skál ásamt smá snakki og kóki og settist í sófann og fór að glápa og háma í mig eins og gráðugur úlfur !!! Og það merkilega við þetta er að það var ljúft á meðan á því stóð, en um leið og síðasta kúlann af kroppinu rann niður hálsin og ofan í kepp nr 2 á maganum - sá ég eftir öllu saman
Þetta er spurning um sjálfstjórn og er hún greinilega ENGIN hjá mér, alveg ferlegt. Fór svo upp í rúm, uppfull af súkkulaði, snakki og gosi og á bömmer yfir því að hafa ekki bara fengið mér epli eða eitthvað þess háttar fyrst ég var svöng !
Well, þetta er nú einmitt tilgangurinn með þessu átaki og bloggi, kannski maður fari að haga sér betur þegar maður sér þetta svona svart á hvítu - hver veit (en lofa samt engu, prjónaklúbbur í kvöld og væntanlega hellingur af gúmmulaði í boði)
En stelpur - er ég ein að blogga hérna ????????
Bloggar | 11.10.2007 | 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, það vantar ennþá tvær hingað inn, hvar eru hinar kókosbollurnar eiginlega ? Jæja, vona að þær taki við sér.
En annars gengur átakið svona þokkalega, er eitthvað að hemja mig en alls ekki nóg, en samt er heldur ekki gott að taka þetta of snöggt, þá gefst maður frekar upp. Þarf að fara að finna mér eitthvað prjónaverkefni því þá hef ég eitthvað að gera fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, en það eru erfiðustu tímarnir, lönguninn í nammi og sætindin er alveg gífurleg þá
Ég ætla ekki ennþá að setja inn matardagbók þar sem kvöldmaturinn í gær var t.d. hamborgarabrauð með osti og hádegismaturinn voru 2 tebirkibollur og 1 horn fyllt með súkkulaði. Þessu skolað niður með 1/2 lítra af coke light ! Svo ég á ennþá langt í land með þetta, en er samt komin með "date" í Sporthúsið í hádeginu á morgun, kannski maður geti spriklað eitthvað........
Bloggar | 10.10.2007 | 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja, nú er allt í gangi, hef verið frekar léleg yfir helgina og ekki alveg geta stoppað nammiát (borðaði franskar í kvöldmat í gær ), en var í badminton í gær og horfði á magan á mér og sá hvað hann var eitthvað margfaldur og nú verður maður að taka á því. Fékk mér samt gos og harðfisk þegar ég kom heim úr badminton, en það er amk pínu skárra en gos og nammi er það ekki
Svo labbaði ég upp á 5 hæð í morgun og sit núna og drekk herbó te, það er jú lámark að viktin fari niður en ekki upp næsta föstudag
Svo nú er bara að reyna að hemja sig í átinu - mun kannski birta matardagbók hérna einhverntímann, lofa samt engu þar sem allir myndu fá sjokk við að lesa hana.....
Bloggar | 9.10.2007 | 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar