Færsluflokkur: Bloggar

Síðasti dagurinn

Jæja, lokadagur í áttaki og ég læt ekki segjast.  Var að stelast í smartís í skúffuna núna rétt í þessu og er á leiðinni út í mat að kaupa mér eitthvað gott og fitandi  Errm  Samt held ég að þetta hafi nú alveg skilað einhverju hjá okkur öllum, amk allar með lægri tölu en í byrjun, þó það sé mismikið sem munar.  Betra niður en upp !

Á morgun koma svo lokaniðurstöður - reyndar þarf M&M að skila í dag þar sem hún er að stinga af til útlanda.  En á morgun kemur í ljós hvort M&M eða Kokosbolla vinni, held að Tobleron og Lindubuff eigi því miður ekki séns að þessu sinni.  Við höldum svo bara aftur svona eftir áramót - fínt að hafa eitthvað til að hugsa um. Cool


Matardagbók

Jæja, var ég ekki eitthvað búin að heyra að því að við ætluðum að setja inn matardagbók hérna á bloggið ?  En allaveganna, mín er ekki spennandi.

Svona til að setja inn eitthvað þá var kvöldmaturinn í gær samloka og örbylgjufranskar með helling af gosi.  Svo dálítið af appelsínu-suðursúkkulaði í eftirmat.

Í dag er þetta svona það sem af er:

Morgunmatur : loftið (sem sagt ekkert nema tyggjó)
Hádegismatur: Stór subway með kjúklingabringu, beikon, osti, aukaosti, sósu og ENGU grænmeti.  Skolað niður með slatta af coke-light.  Nammi í eftirmat (nokkrir bananabitar, skamm ég veit) Whistling

Sem sagt - ekki mikil hollusta, það virðist ætla að vera erfitt að spýta í lófann og taka sig á.  En samt er ég töluvert stilltari en áður, amk hvað kvöldát varðar Crying  Sjáum hvað viktin segir í fyrramálið, er með klúbb heima í kvöld með tilheyrandi gúmmulaði.........


Læknadagurinn hinn Mikli!

Fréttir af lasiríusunum....
Hitti hjúkku og læknir áður en ég fór að sofa, vaknaði við þá og fór svo aftur seinnipartinn til læknis með stelpuna! Ég hitti s.s. hva.. 4 lækna og nokkrar hjúkkur á einum sólarhring!
Þetta byrjaði allt fyrir viku síðan þegar stelpan byrjaði að fá slæman hósta og upp úr því fékk hún mikinn hita (39-40)og kvef. Ormurinn fylgdi henni sterkt á eftir en ekki með svona mikinn hita. Og þau fengu bæði svona astma einkenni.  Woundering
Svo voru þau orðin hress um helgina og við skelltum okkur í sumarbústað en svo á föstudagskvöldinu þá sló orminum niður, fékk 38,5 stiga hita. Ég hringdi á næturlækni sem skoðað þau bæði og ráðlagði mér að gefa þeim báðum púst.
Sem ég gerði en þetta hafði engin áhrif á orminn svo í gærkveldi þá átti hann svo erfitt með andadrátt og gat ekkert sofið að við fórum með hann á bráðamóttöku Barnasp. Hringsins. Og þar var okkur haldið þar til í morgun. Alveg yndislegt fólk þarna sem vill allt fyrir mann gera. 
Þeir reyndu að gefa honum sterkari astma lyf sem virkaði ekki og niðurstaðan var að hann fékk hjá þeim steratöflur leystar upp í vatni (4 töflur) í gær, og svo fékk ég með mér heim til að gefa honum í kvöld og svo aftur á morgun. Gasp
Hann er alls ekki orðin góður en hann er samt betri en hann var í gær en hann er voðalega pirraður af þessu steratöflum greyið. Já og svo fékk hann fyrstu tönnina á sunnudaginn ofan á allt saman. Pinch

Ein súkkulaðiskvísan í viðbót!

Hæ pæjur

 Varð bara að prófa að setja inn færslu ;Þ

 


Föstudagur til f.....

Og þá eru tölur vikunar komnar inn, maður ekki alveg að standa sig eins og maður vildi.  En á meðan ég sjálf er að éta nammi og junk get ég ekki kennt neinum um nema mér sjálfri.  Núna þarf maður að fara að taka á því, og púff, svo er bara vika í 7 daga sukk í USA !!!   Crying

Og hvað svo !

Þessi vika byrjar þokkalega, ég er svo busy að ég hef ekki tíma til að borða nammi á kvöldin (nema smá með Næturvaktinni á sunnudag), ég borða samt smá nammi alla daga, finn mér alltaf einhvern tíma til þess Grin

En ég hef svo sem ekkert stigið á viktina, það kemur í ljós næsta föstudag hvort þetta sé að skila einhverju eða ekki, ég er að borða frekar óreglulega og mikið brauð, en það er svo sem ekkert nýtt !

Ég labba upp á 5 hæð á hverjum degi, ætla að halda mig við það, svo er badminton þó það sé bara 1. sinni í vku eins og er, þá verður það 2svar frá og með 1. nóvember og maður þarf að finna sér einhverja aðra góða hreyfingu með þegar það fer að róast (ef það gerist einhverntímann)

Tobleron og M&M - ætli þið ekkert að láta í ykkur heyra í þessu átaki !!!


Föstudagur

jæja þá er viktin fyrri þessa viku búin Crying ég er búin að setja þær inn. Hægt er að smella á hnappinn "Lífstíll" til að sjá nánar.

Vonandi verður næsta vika betri :)


Er á meðan er

Jæja, þetta gengur ágætlega hjá mér þessa stundina, er farin að draga verulega úr nammi en samt borða ég alltaf eitthvað á hverjum degi.  Byrjum á að minnka og svo fer maður að sleppa dögum og vonandi nær maður að enda með 1 nammidag í viku Grin

Einnig hef ég minnkað franskar, samt er ég lítið annað að spá í mataræðið, en maður verður að byrja rólega svo maður nái kannski frekar að gera þetta varanlegt.  Ég hef nú ekki hreyft mig nóg, fór bara í badminton á mánudag en komst ekki á miðvikudag né í dag, föstudag, en í staðinn er ég á fullu við að pakka og búin að liggja í kvefi og hósta alla vikunna og það tekur sinn toll.

Allaveganna - so far so good Tounge


Erfið vika :/

Vá þetta hefur verið erfið vika hjá mér, allt of mikil óhollusta Frown

Nú ætla ég að reyna koma mér aftur í réttan gírinn. Þetta gengur ekki, þetta var farið að ganga svo rosalega vel. Maður er alveg ótrúlega fljótur að detta til baka!! Angry

Í dag hef ég borðað og kem til með að borða:
morgunmatur: 2 hrökkbrauðsn. með klípu, kaffi m/mjólk, vatn
Millibiti: kaffi m/mjólk (hefði átt að vera ávöxtur hér)
hádegismatur: 6" Subway BMT m/létt mayones og hungssinnepi, vatn
kaffi: vatn, heilsu vöffla (heitir það það ekki) með organic sýrópi á milli
Kvöldmatur: soðin ýsa, kartöflur m/klípu
Kvöldkaffi: epli


Erfið helgi

Úff.. þetta er búin að vera svakalega erfið helgi hjá mér Blush  Dóttir mín átti afmæli á föstudaginn og þá fór öll fjölskyldan á Pizza hut Sideways, á laugardeginum var brúðkaup og tilheyrandi með því.. matur og vín Shocking og á sunnudeginum var svo afmælisveisla fyrir skvísuna Wizard  og í gær var annar í afmæli og í dag þriðji í afmæli Whistling En í dag hendi ég öllum afgöngum sem étast ekki í dag. Gengur ekki að hafa þetta inn í ískáp. Þannig að vigtin verður fín hjá mér ef hún fer ekki upp þessa vikuna Crying


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband