Jæja, var ég ekki eitthvað búin að heyra að því að við ætluðum að setja inn matardagbók hérna á bloggið ? En allaveganna, mín er ekki spennandi.
Svona til að setja inn eitthvað þá var kvöldmaturinn í gær samloka og örbylgjufranskar með helling af gosi. Svo dálítið af appelsínu-suðursúkkulaði í eftirmat.
Í dag er þetta svona það sem af er:
Morgunmatur : loftið (sem sagt ekkert nema tyggjó)
Hádegismatur: Stór subway með kjúklingabringu, beikon, osti, aukaosti, sósu og ENGU grænmeti. Skolað niður með slatta af coke-light. Nammi í eftirmat (nokkrir bananabitar, skamm ég veit)
Sem sagt - ekki mikil hollusta, það virðist ætla að vera erfitt að spýta í lófann og taka sig á. En samt er ég töluvert stilltari en áður, amk hvað kvöldát varðar Sjáum hvað viktin segir í fyrramálið, er með klúbb heima í kvöld með tilheyrandi gúmmulaði.........
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.