Matardagbók

Jæja, var ég ekki eitthvað búin að heyra að því að við ætluðum að setja inn matardagbók hérna á bloggið ?  En allaveganna, mín er ekki spennandi.

Svona til að setja inn eitthvað þá var kvöldmaturinn í gær samloka og örbylgjufranskar með helling af gosi.  Svo dálítið af appelsínu-suðursúkkulaði í eftirmat.

Í dag er þetta svona það sem af er:

Morgunmatur : loftið (sem sagt ekkert nema tyggjó)
Hádegismatur: Stór subway með kjúklingabringu, beikon, osti, aukaosti, sósu og ENGU grænmeti.  Skolað niður með slatta af coke-light.  Nammi í eftirmat (nokkrir bananabitar, skamm ég veit) Whistling

Sem sagt - ekki mikil hollusta, það virðist ætla að vera erfitt að spýta í lófann og taka sig á.  En samt er ég töluvert stilltari en áður, amk hvað kvöldát varðar Crying  Sjáum hvað viktin segir í fyrramálið, er með klúbb heima í kvöld með tilheyrandi gúmmulaði.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband