Fréttir af lasiríusunum....
Hitti hjúkku og læknir áður en ég fór að sofa, vaknaði við þá og fór svo aftur seinnipartinn til læknis með stelpuna! Ég hitti s.s. hva.. 4 lækna og nokkrar hjúkkur á einum sólarhring!
Þetta byrjaði allt fyrir viku síðan þegar stelpan byrjaði að fá slæman hósta og upp úr því fékk hún mikinn hita (39-40)og kvef. Ormurinn fylgdi henni sterkt á eftir en ekki með svona mikinn hita. Og þau fengu bæði svona astma einkenni. 

Svo voru þau orðin hress um helgina og við skelltum okkur í sumarbústað en svo á föstudagskvöldinu þá sló orminum niður, fékk 38,5 stiga hita. Ég hringdi á næturlækni sem skoðað þau bæði og ráðlagði mér að gefa þeim báðum púst.
Sem ég gerði en þetta hafði engin áhrif á orminn svo í gærkveldi þá átti hann svo erfitt með andadrátt og gat ekkert sofið að við fórum með hann á bráðamóttöku Barnasp. Hringsins. Og þar var okkur haldið þar til í morgun. Alveg yndislegt fólk þarna sem vill allt fyrir mann gera.
Þeir reyndu að gefa honum sterkari astma lyf sem virkaði ekki og niðurstaðan var að hann fékk hjá þeim steratöflur leystar upp í vatni (4 töflur) í gær, og svo fékk ég með mér heim til að gefa honum í kvöld og svo aftur á morgun. 

Hann er alls ekki orðin góður en hann er samt betri en hann var í gær en hann er voðalega pirraður af þessu steratöflum greyið. Já og svo fékk hann fyrstu tönnina á sunnudaginn ofan á allt saman. 

Flokkur: Bloggar | 6.11.2007 | 22:39 (breytt kl. 22:43) | Facebook
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.