Ég er aumingi :(

Jæja, hér kemur sagan mín.  Í gær byrjaði ég á því að koma við í bakarí á leið í vinnu.  Keypti mér ostaslaufu, heilhveitihorn, múnsnúð og trópí.  Þetta var hugsað sem sameiginleg máltíð fyrir morgun og hádegi þar sem ég vissi að ég myndi ekki ná hádegismat út af jarðaför sem ég þurfti að syngja í.

Allt í góðu, þetta rann ljúft niður og dagurinn leið.  Ég sótti yngsta afkvæmið á leikskólann kl 14 og fór heim.  Var þá aðeins að byrja að vera svöng og fékk mér 2 hauskex með smjörva og kókglas.  Svo þegar það fór að nálgast kvöldmat eða um 17:30 var ég orðin það svöng að ég ákvað að hita mér eina margarítu ömmupizzu og borðaði hana með smá hjálp þeirra barna sem voru heima Cool (og smá suðusúkkulaði í eftirmat Whistling)

En þá kemur að tilgangi sögunnar.  Ég borðaði sem sagt snemma, fór svo í badminton kl 21 og kom heim rúmlega 22 og var þá að sjálfsögðu orðin pínu svöng.  Og kallinn sat heima og var að háma í sig nóakroppi og vá !  Ég stóðst ekki mátið, náði mér í nóakropp í skál ásamt smá snakki og kóki og settist í sófann og fór að glápa og háma í mig eins og gráðugur úlfur !!!   Og það merkilega við þetta er að það var ljúft á meðan á því stóð, en um leið og síðasta kúlann af kroppinu rann niður hálsin og ofan í kepp nr 2 á maganum - sá ég eftir öllu saman Frown 

Þetta er spurning um sjálfstjórn og er hún greinilega ENGIN hjá mér, alveg ferlegt.  Fór svo upp í rúm, uppfull af súkkulaði, snakki og gosi og á bömmer yfir því að hafa ekki bara fengið mér epli eða eitthvað þess háttar fyrst ég var svöng ! 

Well, þetta er nú einmitt tilgangurinn með þessu átaki og bloggi, kannski maður fari að haga sér betur þegar maður sér þetta svona svart á hvítu - hver veit (en lofa samt engu, prjónaklúbbur í kvöld og væntanlega hellingur af gúmmulaði í boði)  Sideways

En stelpur - er ég ein að blogga hérna ????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband